Skip to main content

Fjöðrunarstillingar á Enduro og cross hjólum

Ef við byrjum á að athuga hvernig hjólið er stillt eftir þinni þyngd um leið athugum við hvort þörf sé á stífari eða mýkri gormum til að fá allt til að virka rétt.

1. Stilling á gormi:
“Sag” = hversu mikið afturfjöðrunin sígur saman þegar þú situr á hjólinu.
Það á að vera ca 1/3 af heildar slaglengd fjöðrunarinnar.
125cc og stærri frá 90 – 110 mm “sag” KTM/Husqvarna/Husaberg 110-120mm
80cc 80-90 mm “sag”

Nú á afturfjöðrunin að síga saman undir eigin þunga (án ökumanns):
125cc og stærri 15-25 mm (er nothæft með 10 – 30 mm) Cannondale/KTM og Husaberg mæla reyndar með 25-35mm
80cc milli 10 og 25 mm

2. “Rebound” dempun:
Rebound = hversu hratt fjöðrunin slær í sundur aftur, eftir að vera þrýst
saman. Staðsett neðst á aftur.dempara
Reynið að sjá hvort afturdekkið fylgir jörðinni (ofan í holur) án þess að dúa of mikið.
Of lítil: Dúar upp og niður smá stund eftir stóra holu
Of mikið: Afturdekkið nær ekki að fara ofan í holurnar og þú
missir grip á gjöf og eða sparkar þér upp eftir að hafa keyrt í gegnum nokkrar holur í röð.

Of lítil: Sparkar að aftan í bremsuholum eftir að hafa dempað saman
Of mikið: Grípur illa út úr beygjum á hörðum jarðvegi

Vandamálið er að fjöðrunin sparkar bæði út af of lítilli og of mikilli
rebound dempun. Það er gott að láta einhvern horfa á hvernig dempunin virkar
eða taka video og skoða sjálfur.

Á hörðum brautum þarftu yfirleitt minni rebound og á mjúkum meira (2-6
klikk).

 

3. “Compression” dempun:
Compression dempun = viðnámið í fjöðruninni þegar að hún fer saman. Stilling staðsett efst á aftur dempara, mörg hjól í dag hafa bæði HI og Low speed dempun, þarna er ekki átt við hraðann á hjólinu heldur hraðann sem stimpillinn hreyfist í demparanum, þ.e.a.s. hvassar brúnir reyna á hi speed dempunina og mjúk löng whoops hafa áhrif á low speed dempunina!
Low speed: Reynið að stilla eins mjúkt og hægt er. Má slá í botn einu sinni til tvisvar á hring.
Hi speed: oftast er best að hafa stillinguna frekar nálægt orginal kannski aðeins lausari og þá kannski sérstaklega fyrir Enduro. Það sem er hættulegt er að ef maður slakar of mikið upp á hi speed comp. þá vill hjólið fara að vagga fram og aftur sem gerir það að verkum að það er erfiðar að hafa vald á hjólinu í beyjum.
Of mikil Comp. dempun þá verður hjólið hasst og skoppar oft til hliðar í hvössum holum og gleypir ekki stóru ójöfnurnar og kastar þér upp að aftan.

Framdemparar

1. Stilling gorma að framan:
Til þess að fá hjólið í balans milli fram og aftur enda þurfum við að ýta niður á
fótstigin(á ská fram á við, sömu stefnu og fram dempararnir), halda um leið
í frambremsuna og athuga hvort hjólið fjaðri álíka mikið að framan og aftan.
Ef það gerir það þá eru gormarnir líklega réttir. Annars er spurning um að
skipta um gorma eða breyta “preload” forspennu gormanna.

2. Rebound dempun:
Ef framhjólið hoppar upp eftir lendingu frá stórum stökkum þá hefur þú of
litla rebound dempun að framan.
Ef framfjöðrunin nær ekki að fara nógu mikið í sundur á milli ójafna (hola)
þá hefur þú of mikla rebound dempun. Við þessar aðstæður verður
framgaffallinn oftast hastur.
Það er mjög erfitt að stilla “rebound” dempun á framgöfflum. Það er bara að
prófa sig áfram…
reglan er að fara ekki of langt frá orginal stillingunni nema ef skipt er um
gorma.

3. “Compression” að framan:
Hafa eins litla og hægt er, má slá saman 1-2svar á hring.
Munið að fjöðrunina á alltaf að stilla eftir því HVAÐ ÞÉR FINNST BEST!
Hér hef ég ekki farið inn á muninn á High og Low speed compression dempun
sem er orðin stillanleg á afturdempurum flestra hjóla en er ekki komin á nema einstaka sérframleidda framdempara! ¨Látum nægja í bili
að segja að það er ekki verið að tala um hraða hjólssins heldur hraða
stimpilssins í demparanum. Þ.e.a.s. hvassar brúnir hreyfa stimpilinn hratt
meðan langar mjúkar holur hreyfa hann hægt.


4. Jafnvægishlutfall hjólsins (hegðun hjólsins í brautinni, sérstaklega í
beygjum):

· Á hörðum brautum flytur maður framdemparana upp í festingunum til
að fá framdekkið til þess að bíta betur í beygjunum.

· Á mjúkum brautum flytur maður demparana niður í festingunum til
þess að fá hjólið stöðugra.

· Ef framdekkið vill keyra upp úr sporum/börmum þá þarf að lækka
fram endann (flytja demparana upp í festingunum).

· Ef framdekkið vill keyra inn úr sporum/börmum, hverfa ofan í
sandinn í sandbeygjum þá þarf að hækka framendann (flytja demparana niður í
festingunum) eða stifa compression dempunina.

VIÐHALD FJÖÐRUNAR

>Skipta þarf um oliu í bæði fram og aftur dempurum allavega einu sinni á ári.

Þú getur reyndar reiknað með að sprengja pakkdósir á framdempurum allavega
einu sinni á ári, það þykir eðlilegt! Afturdemparar "springa" mun sjaldnar!

Þeim mun nýrri sem olian er á dempurunum þeim mun minni líkur eru á því að
pakkdósirnar springi þegar keyrt er í frosti og kulda auk þess sem
dempararnir þreytast minna þegar þeir hitna.

Margir vita ekki að það þarf líka á að smyrja liðasystem í afturfjöðrun
allavega einusinni á ári (oftar ef menn stunda vatnssull í miklum mæli)
..þetta er grundvöllur fyrir því að fjöðrunin virki!

Oft þarf að breyta dempurum innvortis til að fá þá til að virka á sem bestan
hátt!!
T.d. í Cross dempurum þarf að breyta ventlum til að fá þá til að virka í
alvöru endurói og kannski skipta um gorma líka !!!
Eins er ekki spurning að menn verða að velja sér rétta gorma til að fá
fjöðrunina til að virka fyrir þyngd og aksturs stíl.

Vafrakökur

Með því að heimsækja vefinn okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum.

Back to top